
Alþjóðasamtök búvöruframleiðenda, IFAP, úrskurðuð gjaldþrota
11.11.2010
Þann 4. nóvember kvað hæstiréttur Frakklands upp þann dóm að Alþjóðasamtök búvöruframleiðenda, IFAP (International Federation of Agricultural Producers), skyldu tekin til gjaldþrotameðferðar. Þetta mál mun eiga sér allnokkurn aðdraganda og m.a. tengjast því að hollensk þróunarhjálparstofnun ákvað að hætta framlögum til IFAP sem varið var til ýmissa verkefna í þriðja heiminum. Stjórn IFAP hyggst funda um málið í dag, fimmtudag, í höfuðstöðvunum í París.
IFAP var stofnað í Lundúnum árið 1946 í því skyni að koma á samstarfi framleiðenda búvara og þeirra sem lifa af landbúnaði um allan heim. Markmið samtakanna hefur frá fyrstu tíð verið tvíþætt: Annars vegar að tryggja fæðu- og matvælaöryggi í heiminum og hins vegar að tryggja mannsæmandi kjör bænda og fjölskyldna þeirra. Samtökin hafa frá fyrstu tíð tengst starfi Sameinuðu þjóðanna náið og talað máli bænda á fundum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ, FAO.
Í fyrstu voru Vesturveldin ráðandi í samtökunum en með tímanum hefur vægi þróunarríkja aukist, ekki síst eftir að IFAP hrinti úr vör sérstöku átaki til að auka þróunarstarf í tengslum við þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Það hefur ekki síst verið í því fólgið að veita nýjum samtökum bænda í þróunarríkjunum stuðning við að skipuleggja sig.
Auk þessa hafa samtökin verið mjög virk í viðræðum á alþjóðavettvangi, hvort sem er í umræðum á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, eða á sviði umhverfismála, nú síðustu ár í því að móta stefnu bænda gagnvart í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifunum.
Bændasamtök Íslands hafa lengi tekið þátt í starfi IFAP.
IFAP var stofnað í Lundúnum árið 1946 í því skyni að koma á samstarfi framleiðenda búvara og þeirra sem lifa af landbúnaði um allan heim. Markmið samtakanna hefur frá fyrstu tíð verið tvíþætt: Annars vegar að tryggja fæðu- og matvælaöryggi í heiminum og hins vegar að tryggja mannsæmandi kjör bænda og fjölskyldna þeirra. Samtökin hafa frá fyrstu tíð tengst starfi Sameinuðu þjóðanna náið og talað máli bænda á fundum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ, FAO.
Í fyrstu voru Vesturveldin ráðandi í samtökunum en með tímanum hefur vægi þróunarríkja aukist, ekki síst eftir að IFAP hrinti úr vör sérstöku átaki til að auka þróunarstarf í tengslum við þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Það hefur ekki síst verið í því fólgið að veita nýjum samtökum bænda í þróunarríkjunum stuðning við að skipuleggja sig.
Auk þessa hafa samtökin verið mjög virk í viðræðum á alþjóðavettvangi, hvort sem er í umræðum á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, eða á sviði umhverfismála, nú síðustu ár í því að móta stefnu bænda gagnvart í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifunum.
Bændasamtök Íslands hafa lengi tekið þátt í starfi IFAP.