Beint í efni

Alþjóðadagur mjólkurinnar í dag!

01.06.2017

Í dag, 1. júní, er alþjóðadagur mjólkurinnar en frá árinu 2001 hefur FAO, Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna, staðið fyrir því að fagna þessum degi sérstaklega sem degi mjólkurinnar. Í tilefni dagsins verða víða um heim haldnar margar skemmtilega uppákomur. Tilgangur þess að FAO stendur fyrir þessum degi er fyrst og fremst að vekja athygli á mikilvægi mjólkur sem næringar og með því að gera þetta í mörgum löndum á sama degi, gefur kynningunni enn aukið vægi. Þessi góði boðskapur FAO hefur hægt og rólega breiðst út og bætast fleiri og fleiri lönd við ár hvert þar sem haldið er sérstaklega upp á þennan dag.

Hátíðarhöldin hefjast í dag í Nýja-Sjálandi og fylgja hátíðarhöldin svo í raun sólinni og hefjast í hverju landinu á fætur öðru. Alls taka nú 25 lönd þátt í þessu átaki FAO/SS.