Beint í efni

Alþjóðadagur matvælaöryggis

07.06.2022

Í dag er alþjóðadagur matvælaöryggis og af því tilefni hafa Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ásamt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna gefið út kynningarefni undir merkjum sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna: „Öruggari matur, betri heilsa“. Inni á síðunni getur fólk fræðst um mítur og staðreyndir þegar kemur að matvælaöryggi. Af þessu tilefni verður einnig haldið rafrænt málþing um matvælaöryggi sem stofnanirnar standa að og hefst klukkan 12:00 að íslenskum tíma.

Sjá nánar um málþingið hér

Sjá kynningarefni um daginn frá Matvæla og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna