Beint í efni

Alþingi samþykkir breytingar á búvörusamningum

21.06.2009

Breytingar á búvörusamningunum, þmt. á samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar, voru samþykktar á Alþingi á fimmtudaginn í sl. viku með 53 samhljóða atkvæðum. Þar með liggur það fyrir að mjólkursamningurinn mun gilda til 31. desember 2014.

Hér má sjá niðurstöður atkvæðagreiðslunnar á Alþingi, þar sem nokkrir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu.