Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Allt til í Japan

10.07.2017

Í Japan eru básafjós enn mjög algeng og útivist kúa lítið stunduð. Fyrir vikið eru þær bundnar á bása sína allar vikur ársins og á sumrin getur það verið afar mikil áskorun vegna sumarhita og hættu á hitastreitu kúa. Þekktar lausnir, til þess að kæla kýrnar, eru úðakerfi og öflug loftræstikerfi sem stundum eru einnig með kælikerfi. Nú kann þó að vera fundin áhugaverð lausn á þessu vandamáli í básafjósum en það er japanska fyrirtækið Gunze sem hefur hannað sérstaka kúa-treyju með kælikerfi!

Eins og sést á meðfylgjandi mynd eru kýrnar klæddar í treyju sem nær yfir hálsinn og bóginn og eru skynjarar í treyjunni sem nema líkamshita kýrinnar. Ef hann hækkar, fer sérstakt kælikerfi í gang en það virkar þannig að vatni er veitt út í gegnum treyjuna og þegar það gufar upp veldur það kólnun skinnsins.

Þessi búnaður hefur nú verið í prófun og hefur hann reynst vel og náð að koma í veg fyrir fall í mjólkurframleiðslunni þegar hitinn er sem mestur, en vel þekkt er að framleiðslan getur fallið verulega fái kýrnar hitastreitu/SS.