Beint í efni

“Allt í lagi” hættan

15.07.2006

Ágætu lesendur
Í Kastljósinu í gærkveldi var minnst á skýrslu Hallgríms Snorrasonar og vangaveltur sem fram koma í skýrslunni um áhrif af lækkun eða afnámi tolla á helstu búvörur. Ekki var annað að heyra á viðmælendum í þættinum en að það væri ,,allt í lagi fyrir landbúnaðinn“ að umræddir tollar væru felldir niður. Þetta ,,allt í lagi“ sjónarmið er líklega ein alvarlegasta hættan sem steðjar að íslenskum landbúnaði í dag. Hægt er að bera saman annars vegar áætlaða lækkun smásöluverðs landbúnaðarvara sem fram kemur á bls. 35 í skýrslu Hallgríms, og svo hins vegar launagreiðslugetu í íslenskum landbúnaði eins og hún liggur fyrir í gögnum Hagþjónustu landbúnaðarins vegna rekstrarársins 2004. (Upplýsingar vegna 2005 eru væntanlegar í ágúst).   

Niðurstaðan er ekki flókin. Ef vöruverð lækkaði eins og Hallgrímur reiknar með, er að öðru óbreyttu engin launagreiðslugeta eftir í íslenskum landbúnaði. Atvinnurekstur sem ekki getur greitt laun hlýtur að hverfa.
 Þetta þarf ekki að koma okkur á óvart. Ef starfsfólk frá öðrum löndum mætti vinna á Íslandi fyrir lægstu erlenda taxta, væri hagsmunum íslensks launafólks stefnt í bráðan voða, það væri ekki „allt í lagi“.