Beint í efni

Allt fullt af mjólkurdufti

07.06.2016

Innan Evrópusambandsins hafa nú safnast miklar birgðir af mjólkurdufti en sambandið ákvað nú í vor að auka heimilt birgðamagn í 218 þúsund tonn en fyrir var heimilt mesta magn á lager 109 þúsund tonn. Ástæða þess að Evrópusambandið er yfirhöfuð að setja reglum um magn í geymslum er einfaldlega vegna þess að afurðafélög sem geyma duft fá greitt geymslugjald frá Evrópusambandinu. Svo uppsöfnun fari ekki úr böndunum er því sérstakt þak á hámarksgreiðslum á geymslugjaldi en auðvitað geta svo afurðafélögin geymt duft umfram þetta en fá þá ekki greitt fyrir það sérstaklega.

 

Í apríl var heimilt magn 109 þúsund tonn en það var svo tvöfaldað eins og áður segir. Það tók ekki nema rétt tæpan mánuð að ná upp í hið nýja þak og eru nú skráðar duftbirgðir innan landa Evrópusambandsins 218 þúsund tonn. Slíkt magn hefur ekki verið til á lager í Evrópu síðan 1990/SS.