Allt að 3 milljónir verða keyptar!
04.03.2004
Stjórn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði ákvað á stjórnarfundi sínum í morgun að leggja til við afurðastöðvar að kaupa allt að þremur milljónum lítra umframmjólkur í sumar. Greitt verður fyrir próteinhluta mjólkur, eða 32 kr/lítrann. Þessi ákvörðun er tekin vegna minni framleiðslu mjólkur þetta verðlagsár en spár gerðu ráð fyrir. Enn á eftir að ákveða með hvaða hætti staðið verður að kaupunum.
Í sumar verður jafnframt greidd út C-greiðsla á alla innvegna mjólk, líkt og í fyrra. Ef tekið er mið af framleiðslu fyrri ára gæti C-greiðslan í júlí numið um 7 krónum og um 12 krónum í ágúst. Jafnframt, vegna lítillar framleiðslu, er ekki ólíklegt að greidd verði B-greiðsla á einhvern hluta umframframleiðslunnar vegna 104% reglunnar.