Beint í efni

Allir kálfar sem fæðast eftir 1. september 2003 skulu merktir

21.06.2002

Landbúnaðarráðuneytið hefur nú gefið út reglugerð um merkingar búfjár. Þar er kveðið á um kröfur til bænda um að skrá og merkja sína gripi og gildir það jafnt um kúa-, alífugla-, hrossa- og svínabændur. Landbúnaðarráðuneytið gerir hinsvegar ekki sömu kröfur til sauðfjárbænda, samkvæmt þessari reglugerð (427/2002).

 

Hvað snertir nautgripi, þa eiga bændur að merkja alla kálfa sem fæðast eftir 1. september 2003 samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar. Jafnframt er gerð krafa um að allir nautgripir verði orðnir merktir í ársbyrjun 2005.

 

Skipulag og framkvæmd merkingarkerfisins verður á höndum Bændasamtaka Íslands.

 

Smelltu hér til að sjá reglugerðina í heild.