Allir helstu sláturleyfishafar hafa nú leiðrétt verð til bænda
10.06.2010
Í dag hækkaði fyrirtækið B. Jensen verðskrá sína en um leið var greiðslufrestur lengdur. Eftir breytinguna greiðir fyrirtækið hæsta verð í flestum gæðaflokkum nautakjöts, alls 18 flokkum, en þar sem greiðslufresturinn er reiknaður inn í verðlíkan LK reiknast fyrirtækið ekki til þess að greiða hæsta verð. Þess utan
sjá bændur sjálfir um að keyra gripum sínum til fyrirtækisins B. Jensen. Kostnaður vegna þessa er inn í heildarniðurstöðu annarra sláturleyfishafa.
Þrátt fyrir undangengnar hækkanir nautgripakjöts á öllu landinu er enn ljóst að langt er í land með að nautgripabændur hafi fengið eðlilega verðleiðréttingu miðað við hækkun raunkostnaðar við framleiðsluna sl. ár. Það er von LK að forsendur geti skapast sem fyrst til frekari leiðréttinga á verðum.
Smelltu hér til þess að lesa nánar um markaðsmál nautgripakjötsins.