Beint í efni

Allir fremstu hönnuðir fjósa og fjárhúsa hérlendis í september

25.08.2005

Á Nordisk Byggetræf sem haldið verður hér á landi í september munu koma saman allir helstu hönnuðir fjósa og fjárhúsa á Norðurlöndunum. Nordisk Byggetræf er ráðstefna sem haldin er til skiptis á Norðurlöndunum annað hvert ár, en þar koma saman helstu hönnuðir, ráðgjafar og rannsóknamenn á sviði landbúnaðarbygginga á Norðurlöndunum á þriggja til fjögurra daga fundi með blöndu af

fræðilegum erindum, reynslusögum og vettvangsferðum. Þegar hafa 46 skráð sig til þátttöku á ráðstefnunni sem er mesti fjöldi á Nordisk Byggetræf til þessa en ráðstefnan hefst miðvikudaginn 6. september næstkomandi í Reykholti, Borgarfirði.