Álftafár í kornökrum
08.10.2011
Undanfarið hafa verið töluverðar umræður hér á Kýrhausnum um þann skaða sem álftir valda á kornökrum og kannast líklega allir bændur við vandamálið. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um málið og hér fyrir neðan má smella á hlekk á frétt Stöðvar 2 um málið.
Í gær setti Pétur Pétursson, Fóðurblöndunni, einnig inn myndband sem hann tók upp af álftum sem höfðu raðað sér á einn af kornökrum Fóðurblöndunnar í Gunnarsholti. Myndbandið sýnir vel hve skipulega þær ganga til verks og má sjá með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.
Fyrir þá sem ekki hafa fylgst með umræðunum hér á naut.is er full ástæða til þess að benda á ýmis fróðleg innlegg um álftafárið á Kýrhausnum, m.a. góða greinargerð um afdrif tillagna um aðgerðir gegn álft frá Búnaðarþingi og fleiri góð innlegg/SS.
Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um álftafárið:
www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVE333302D-07FC-42BF-9916-53AF7F2184C7
Hér má sjá fróðlegt myndband Péturs Péturssonar á Youtube:
www.youtube.com/watch?v=PPhIYyPCPjs
Smelltu hér til þess að lesa umræðurnar á Kýrhausnum um álftafárið