Beint í efni

Álagsgreiðslur vegna nýliðunar og framkvæmda

12.02.2013

Í lok síðasta árs ákvað stjórn danska kjötvinnslufyrirtækisins Danish Crown að frá og með 1. janúar sl. yrði stutt við nýliða í nautakjötsframleiðslu með sérstökum álagsgreiðslum, 50 dönskum aurum á kg, eða sem nemur 10 kr. Greiðslurnar ná einnig til bænda sem eru að byggja upp og/eða breyta aðstöðu til nautakjötsframleiðslu. Ástæðan fyrir þessu framtaki félagsins er sú að það vill tryggja framboð á hráefni til framtíðar.  

Greiðslur til nýliða eru háðar því að bændur hafi ekki áður verið félagsmenn í DC, hvorki beint né óbeint (t.d. í gegnum einkahlutafélag) og þær eru reiknaðar á fyrsta innlegg, og lýkur 12 mánuðum síðar og eru þá greiddar út.

 

Greiðslur vegna nýframkvæmda eru einnig 50 aurar pr kg aukningar í innleggi (10 isk), en ná yfir fimm ára tímabil. Innleggjendur skulu undirrita samning þar að lútandi áður en framkvæmdir hefjast. Tekið er mið af innleggi síðustu 12 mánaða. Greitt árlega, samhliða reglubundnum arðgreiðslum félagsins.

 

Bændur geta fengið greiðslur vegna nýliðunar og nýframkvæmda samhliða. Einnig er boðið upp á sambærilegar greiðslur til bænda sem hefja framleiðslu að nýju, eftir að minnsta kosti 6 mánaða framleiðslustopp./BHB

 

Heimasíða Danish Crown