Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Áhugavert námskeið fyrir matarfrumkvöðla

13.02.2023

Hjá Austurbrú verður áhugavert námskeið haldið frá 21. febrúar - 21. mars undir yfirskriftinni Matarfrumkvöðullinn. Leiðbeinandi er Oddný Anna Björnsdóttir, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla og Beint frá býli. Námskeiðið er haldið í vefkennslu og er samstarfsverkefni Austurbrúar og Hallormsstaðaskóla. 

Á námskeiðinu Matarfrumkvöðullinn farið yfir skrefin fá því  hugmynd kviknar þar til vara er komin á markað. Fjallað er um vöruþróun og það helsta sem hafa þarf í huga áður en lagt er af stað í þá vegferð; hvað standi smáframleiðendum til boða, hvernig sækja eigi um starfsleyfi, stofna fyrirtæki, gera viðskiptaáætlun, gæðahandbók og stefnumótandi áætlanir. Farið er yfir grunnstefið í matvælalöggjöfinni, fjármögnunarleiðir og helstu styrki í boði, kosti og galla ólíkra framleiðsluleiða, verðlagningu, söluleiðir og markaðsmál. Fjallað er um regluverkið í kringum matvælaframleiðslu, uppbyggingu stjórnsýslunnar og hvernig eftirliti er háttað. Farið er yfir uppbyggingu matvælamarkaðarins, ólíkar leiðir til að koma vöru í verslun eða beint til neytenda, þróunina á neytendamarkaði og tækifærin í betri merkingum matvæla. 

Sjá nánar um námskeiðið hér