
Áhrif innflutnings á fersku kjöti á tekjur innlendra framleiðenda
06.03.2019
Á síðasta ári fengu Bændasamtökin og samstarfsaðilar þeirra fyrirtækið Deloitte efh. til þess að leggja mat á mögulegt tekjutap íslensks landbúnaðar ef frjáls innflutningur á fersku nauta-, svína- og alifuglakjöti yrði leyfður. Verkefnið var kostað af BÍ, búgreinafélögum, Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði og Landssamtökum sláturleyfishafa.
Niðurstöður ráðgjafa Deloitte eru að miðað við útreikninga yrði tekjutap afurðargreinanna á bilinu 1,4 milljarðar króna til 1,8 milljarðar króna á ársgrundvelli. Upphæðirnar sem um ræðir eru um 14%-18% af framleiðsluvirði afurðagreinanna, m.v. tölur ársins 2016.