
Áherslur bænda í samráðshópi um endurskoðun búvörusamninga
01.03.2017
Eins og kunnugt er skipaði landbúnaðarráðherra breyttan samráðshóp til að undirbúa endurskoðun búvörusamninga árið 2019. Bændur gagnrýndu að taka ætti upp skipan hópsins og fóru fram á rökstuðning fyrir því með ítarlegu bréfi strax daginn eftir að tilkynnt var um hina breyttu skipan. Því var svarað sama dag og fyrsti fundur hópsins var haldinn þ.e. þann 16. febrúar sl.
Hvað varðar starf hópsins sjálfs leggja bændur áherslu á að vinnan sem fram undan er verði skipuleg, markviss og fagleg. Bændur eru tilbúnir að ræða allar málefnalegar tillögur um starfsumhverfi landbúnaðarins, en sú umræða verður alltaf að byggjast á bestu fáanlegu upplýsingum. Aðeins þannig er líklegt að einhvers konar sátt geti náðst.
Hér undir er skjal sem lagt var fram á fundi endurskoðunarhópsins á fyrsta fundi hans. Þar eru tíunduð helstu áhersluatriði bænda í vinnunni sem fram undan er.
Áherslur bænda - pdf
Hér undir er skjal sem lagt var fram á fundi endurskoðunarhópsins á fyrsta fundi hans. Þar eru tíunduð helstu áhersluatriði bænda í vinnunni sem fram undan er.
Áherslur bænda - pdf