Beint í efni

Ágúst Torfi Hauksson nýr formaður Landssamtaka sláturleyfishafa

16.02.2018

Þann 1. febrúar síðastliðinn tók Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska,  við sem stjórnarformaður Landssamtaka sláturleyfishafa. Þetta kemur fram í frétt í Bændablaðinu.

Ágúst Torfi tekur við formannssætinu af Ágústi Andréssyni, forstöðumanni Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga (KKS). Stjórnin verður áfram óbreytt og er þannig skipuð: Steinþór Skúlason varaformaður frá Sláturfélagi Suðurlands, Ágúst Andrésson frá KKS/SKVH/Hella, Ólafur Rúnar Ólafsson frá SAH afurðum á Blönduósi og Geir Gunnar Geirsson frá Stjörnugrís.