Beint í efni

Ágúst nýr stjórnarformaður Auðhumlu

31.08.2018

Á fundi stjórnar Auðhumlu í gær, 30. ágúst 2018, lét Egill Sigurðsson frá Berustöðum í Ásahreppi af störfum sem formaður stjórnar Auðhumlu, en Egill hefur gengt því starfi í liðlega áratug. Frá þessu er greint á vef Auðhumlu.

Nýr stjórnarformaður var kjörinn Ágúst Guðjónsson, bóndi á Læk í Flóahreppi. Ágúst var kosinn í stjórn Auðhumlu á síðasta aðalfundi félagsins sem haldinn var 27. apríl 2018. Ágúst er búfræðingur að mennt frá Hvanneyri og iðnaðartæknifræðingur frá Tækniskóla Íslands. Áður en hann gerðist bóndi var hann deildarstjóri framleiðsludeildar SS í 15 ár.