Agrómek verður tvisvar á næsta ári!
13.02.2005
Hin vinsæla landbúnaðarsýning Agrómek í Herning (Danmörku) verður færð fram í byrjun desember á næsta ári og því verða tvær sýningar næsta ár. Sú fyrri verður á „gamla“ tímanum, dagana 16.-21. janúar 2006 og sú síðari væntanlega 4.-9. desember 2006. Eftir það verður sýningin ávalt í desember en talið er að þessi tími henti betur bæði fyrir bændur og sýnendur