Beint í efni

Agromek verður stærri í ár en 2010

02.11.2012

Nú er farið að styttast í tvær af þeim landbúnaðarsýningum sem til þessa hafa verið mest sóttar af Íslendingum. Annars vegar EuroTier í Hanover í Þýskalandi 13.-16. nóvember nk. og í lok mánaðarins hefst svo Agromek sýningin í Herning í Danmörku. Naut.is hefur áður fjallað um EuroTier en allt stefnir í að um afar spennandi sýningu sé að ræða í ár.

 

Agromek sýningin, sem nú er haldin á tveggja ára fresti, verður trúlega með líku sniði og margir bændur hér á landi þekkja. Samkvæmt upplýsingum sýningarhaldara verða 538 aðilar með sýningarbása og sýningin því stærri en árið 2010. Þrátt fyrir að sýningin í ár sé stærri en 2010 þá er ljóst að samkeppnisstaða Agromek er erfið samanborið við EuroTier, enda tiltölulega fáir dagar á milli sýninganna og til þess að gera stutt á milli (500 km). Agromek sýningin verður haldin 27.-30 nóvember í ár og er aðgangur ókeypis fyrir erlenda gesti.

 

Smelltu hér, www.eurotier.com, til þess að skoða heimasíðu EuroTier 2012

 

Smelltu hér, www.agromek.dk, til þess að skoða heimasíðu Agromek 2012

 

/SS.