Beint í efni

Agrómek landbúnaðarsýningin hafin

17.01.2005

Rétt í þessu var verið að opna formlega Agrómek landbúnaðarsýninguna 2005 í Herning á Jótlandi. Fjölmargir Íslendingar eru á sýningunni, en undanfarin ár hafa um og yfir 100 gestir á sýningunni verið frá Íslandi. Hópur kúabænda og fleiri verður á sýningunni í dag, en fer svo seinnipartinn í heimsókn á kúabú og svo fer allur hópurinn í kvöld í skemmtiferð á vegum fyrirtækjanna Vélaborgar ehf. og Ísmerkur ehf.