Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Agritechnica nálgast

22.09.2015

Nú eru rétt tæpar 8 vikur þar til þýska stórsýningin Agritechnica, sem haldin er annað hvert ár, hefst. Að þessu sinni verður hún haldin dagana 10.-14. nóvember og sem fyrr verður hún í Hannover. Þessi sýning, sem er sú stærsta sem haldin er í heimi, er sérhæfð fyrir vélar og tæknibúnað í landbúnaði. Eins og áður segir er sýningin haldin annað hvert ár en hitt árið á móti er svo haldin búfjársýningin EuroTier, þ.e. sýning sem sérhæfir sig í öllu er við kemur nautgriparækt og tæknibúnaði fyrir þá búgrein.

 

Árið 2013 voru nærri 2.900 sýnendur til staðar á sýningunni og er útlit fyrir að fjöldinn verði áþekkur í ár. Þá voru gestir sýningarinnar um 450.000. Alls er sýningarsvæðið á 380.000 fermetrum í 24 sýningarhöllum svo dagljóst er að ef einhver ætlar á þessa sýningu þá þarf amk. 2 daga til þess að ná að skoða flest af því sem í boði er.

 

Eins og áður segir er þetta tækni og tækjasýning og bera þar af dráttarvélar, þreskivélar, upptöku- og sáningarvélar ásamt jarðvinnslu og heyvinnutækjum. Auk þess allt fyrir flutninga, varahlutir og fleira.

 

Ef þessi upptalning hefur vakið áhuga einhverra á að fara á sýninguna, er ekki seinna vænna en að panta flug og gistingu því verðið mun væntanlega einungis hækka eftir því sem nær dregur opnun Agritechnica 2015/SS.