Agco og Sampo sameina kraftana
23.11.2011
Stórfyrirtækið Agco, sem meðal annars framleiðir Massey Ferguson, hefur á undanförnum árum selt hinar finsku Sampo þreskivélar í nafni MF. Nú hefur verið ákveðið taka næsta skref í þessu samstarfi fyrirtækjanna og hefur Agco keypt 10% hlut í Sampo.
Eftir þessi kaup Agco er fyrirtækið með mikla sérstöðu í landbúnaðartækniheiminum enda með merki í framleiðslu eins og
Massey Ferguson, Valtra, Fendt, Challenger, Gleaner, Hesston, Sunflower og vafalítið fleiri alþjóðleg vörumerki/SS.