
Afurðaverð nautgripa – B. Jensen hækkar verð
31.05.2023
B. Jensen hækkaði verðskránna sína og tók hækkunin gildi þann 8. maí síðastliðinn.
UN flokkarnir yfir 200 kg. hækkuðu um allt að 21% en þó algengast að þær hækki um c.a. 10% frá fyrri verðskrá.
Undir 200 kg flokkarnir stóðu í stað eða hækkuðu um 5-6%.
Ungkýr (KU) hækkuðu einnig. Lökustu flokkarnir hækka meira en betri flokkarnir, en hækkunin er á bilinu 4-5% á O eða betri gripum KU yfir 200 kg, en 10-21% hækkun gripa O- og verri flokka KU, yfir 200 kg.
Kýrkjöt hækkar lítillega, frá 1,5% - 8%.
Bolakjöt (N) stendur í stað.
Athugið að í síðustu verðskrám á netinu urðu mannleg mistök varðandi ártal á nokkrum stöðum. Það hefur verið leiðrétt í fyrri skjölum.
Sömuleiðis hafa upplýsingar um fituflokkun ásamt upplýsingum um greiðsluskilmála, heimtökugjald o.fl. verið uppfært í nýjustu verðskránnum, en verðskrárnar má finna hér.