Beint í efni

Afurðastöðvaverð verður 64 kr/ltr frá 1. apríl

27.03.2008

Eins og fram hefur komið náðist niðurstaða um verðlagningu á mjólk til bænda á fundi verðlagsnefndar í gær. Mjólkurverðið hækkar um 14,04 kr á lítra frá og með 1. apríl n.k. Þessi verðhækkun er til að mæta þegar fram komnum verðhækkunum á aðföngum til búrekstrar og miðast við stöðu verðlagsgrundvallar kúabús 1. mars 2008. Vart þarf að fjölyrða um verðhækkanir á fóðri og áburði á síðustu mánuðum, sem hafa verið gífurlegar eins og fram hefur komið.