Beint í efni

Afurðastöðvaverð til kúabænda hækkar um 7,13 kr. á lítra mjólkur

15.10.2008

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið sameiginlega ákvörðun um að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum, sem nefndin verðleggur, hækki 1. nóvember nk. um 10,39%. Frá sama tíma hækkar afurðastöðvaverð til bænda um 7,13 kr. á lítra mjólkur. Þá hækkar vinnslu- og dreifingarkostnaður mjólkur um kr. 5,90 á hvern lítra.

Við þessa breytingu má gera ráð fyrir að einn lítri af nýmjólk hækki um 10 kr. Ástæður þessara verðhækkana eru hækkanir á aðföngum í mjólkuriðnaði og búvöruframleiðslu.

/Fréttatilkynning frá verðlagsnefnd búvara.