Beint í efni

Afurðastöðvaverð hækkar um 7,13 kr/ltr

15.10.2008

Verðlagsnefnd búvöru hefur ákveðið samhljóða að verð á mjólk til bænda hækki um 7,13 kr/ltr þann 1. nóvember n.k. Hækkun til iðnaðarins er 5,90 kr. Þessi verðhækkun kemur í kjölfar stórkostlegri hækkana á aðfangaverði en dæmi eru um, á síðustu mánuðum og vikum. 9-15% hækkun á kjarnfóðri sem varð um og eftir síðustu helgi er þar ekki meðtalin.

Eftir hækkunina verður mjólkurverð til bænda 71,13 kr/ltr.