Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Afurðastöðvaverð hækkar erlendis

05.09.2016

Í kjölfar hækkunar á heimsmarkaðinum undanfarnar vikur eru nú helstu afurðastöðvarnar sem vinna á útflutningsmarkaði byrjaðar að hækka afurðastöðvaverðið á ný eftir langa lægð. Þannig hafa bæði Fonterra í Nýja-Sjálandi og Arla í Norður-Evrópu tilkynnt um hækkun. Undanfarið hafa bæði þessi stóru fyrirtæki horft upp á verulega minni innvigtun mjólkur miðað við sama tímabil í fyrra og því kom sér afar vel að á sama tíma og fyrirtækin þurftu að ná í meira magn mjólkur, þá hækkaði heimsmarkaðsverðið.

 

Hjá Fonterra nemur samdráttur í innvigtuninni 4% miðað við í fyrra og hjá Arla reyndar ekki nema 0,9% en þess má þó geta að það er í fyrsta skipti í sögu Arla að ekki er um aukningu að ræða á milli ára. Í rekstraráætlunum Arla er gert ráð fyrir aukningu á árinu um tæpt 1% og því er ljóst að ef fyrirtækinu berst ekki meiri mjólk á næstunni þarf að endurskoða framleiðslulínur og markaðsstarf/SS.