Beint í efni

Afurðastöðvaverð Fonterra í 36 krónur?

01.12.2014

Stjórn Fonterra hefur nú brugðist við enn lækkandi heimsmarkaðsverði mjólkurafurða með því að lækka afurðastöðvaverð til bænda. Nú hefur verið gefið út að verðið fari í 5,30 nýsjálenska dollara á hvert kíló verðefna en margir spá því að botninum sé í raun ekki náð og að verðið muni fara í 5,00 nýsjálenska dollara á verðefnakílóið. Miðað við staðlaða mjólk svarar þessi upphæð til 36,1 króna afurðastöðvaverðs á hvern líter!

 

Þetta eru auðvitað gríðarleg vonbrigði fyrir bændur í Nýja-Sjálandi enda hafa þeir nýverið upplifað hæsta verð í sögunni, þegar það fór í 8,5 nýsjálenska dollara á kíló verðefna eða um 61 krónu/líterinn. En þetta mun ekki einungis hafa áhrif á kúabændur í Nýja-Sjálandi, öll afurðafélög sem starfa á heimsmarkaði og í útflutningi finna fyrir hinum erfiða markaði nú um stundir og þó svo að allir geri sér grein fyrir að ástandið sé tímabundið, þá er næsta víst að snarlækkandi afurðastöðvaverð getur ekki leitt til annars en gjaldþrota ótal kúabúa víða um heim/SS.