Beint í efni

Afurðastöðvarnar munu líklega kaupa umframmjólk

03.02.2004

Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði um innvigtun mjólkur í janúar sl. er ljóst að mjólkurframleiðslan er enn einn mánuðinn minni en væntingar stóðu til. Innvigtun mjólkur á þessu verðlagsári (frá september) er nú 5,4% minni en á sama tíma í fyrra. Þegar liggur fyrir að afurðastöðvarnar munu líklega kaupa umframmjólk á komandi sumri til að mæta þessum samdrætti, en ekki liggur þó fyrir í dag hve mikið magn verður keypt.