Beint í efni

Afurðastöðvarnar í Tanzaníu í vanda

17.02.2012

Samkvæmt upplýsingum frá samtökum afurðastöðva í Austur-Afríkuríkinu Tanzaníu steðjar nú alvarlegur vandi að þarlendum afurðastöðvum vegna óhagkvæmni. Fram kemur í gögnum frá samtökunum að á síðustu 15 árum hafi úrvinnsla mjólkur í landinu minnkað um heil 80% og að nú um stundir sé nýtingarhlutfall afurðastöðvanna einungis 27% af reiknaðri vinnslugetu.

 

Árið 2009 var unnið í Tanzaníu úr 86 þúsund lítrum mjólkur daglega en til samanburðar var dagleg vinnsla í nágrannalöndunum Úganda og Kenýa annarsvegar 500 þúsund lítrar á dag og hinsvegar 1 milljón lítrar daglega. Hér á landi er dagleg úrvinnsla mjólkur um 300 þúsund lítrar/SS.