Beint í efni

Afurðarverð nautgripa hækkar

17.04.2023

Kaupfélag Skagfirðinga hækkaði afurðarverð sitt til nautgripabænda í dag, 17. apríl. 
Allir flokkar UN, frá P+ í yfir 200 kg. hækka um 10% meðan P og P- í 200-260 kg flokki lækkar um 5-6%.
KU hækka um 10% í öllum flokkum yfir 180 kg.
Kýr (K) O- og betri yfir 200 kg hækka um 10% meðan K, 200kg+, P+ hækkar um 7,5%.
Aðrir flokkar, þar með talið naut (N) standa í stað.

Á sama tíma hækkar SS alla UN flokka, yfir 200 kg um 10,5%
Ungar Kýr og kýr 6%.
Naut 5 % og AK 9%. 

Þetta er þriðja verðhækkun SS á árinu, en önnur frá KS. Töluverðar hækkanir hafa því átt sér stað á árinu. 

Athugið að framsetningu hefur verið breytt lítillega, til að auka skýrleika á framsetningu en Sláturfélag Vopnfirðinga batt verðskrá sína við verðskrá Norðlenska sem gefur síðan líka út verðskrá fyrir SAH á Hvammstanga.  Voru þessar þrjár verðskrár því sameinaðar í einn dálk. Sama má segja um Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturhúsið á Hellu, en þar gildir sama verðskráin og því hafa þær verið settar saman í dálk. Markmiðið er að einfalda bændum samanburðinn og yfirsýn.