Beint í efni

Afurðamesta kýr Hollands öll

07.07.2017

Kýrin Big Boukje 192 var engin venjuleg Holstein kýr en hún var fyrsta kýrin í Hollandi sem rauf 200 þúsund kílóa mjólkurmúrinn! Hún var felld nýverið og hafði þá mjólkað 208.163 kg mjólkur og að jafnaði 35,8 kg á dag eða sem svarar til 10.919 kg að jafnaði á ári miðað við 305 daga nyt. Kýrin öfluga var alla tíð í eigu kúabændanna Jos og Ingrid Knoef.

Þegar hún var felld var hún 19 ára gömul og hafði fyrir tveimur mánuðum borið í fimmtánda sinn! Sé horft til heildarframleiðslu Big Boukje 192 þá var meðalfitan í mjólk hennar 4,64% og meðalpróteinið 3,86%. Alls nam framleiðsla hennar tæplega 18 tonnum af mjólkurfitu og –próteini og eru væntanlega fáar kýr í heiminum sem slá henni við/SS.