Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Afurðamesta kýr Hollands öll

07.07.2017

Kýrin Big Boukje 192 var engin venjuleg Holstein kýr en hún var fyrsta kýrin í Hollandi sem rauf 200 þúsund kílóa mjólkurmúrinn! Hún var felld nýverið og hafði þá mjólkað 208.163 kg mjólkur og að jafnaði 35,8 kg á dag eða sem svarar til 10.919 kg að jafnaði á ári miðað við 305 daga nyt. Kýrin öfluga var alla tíð í eigu kúabændanna Jos og Ingrid Knoef.

Þegar hún var felld var hún 19 ára gömul og hafði fyrir tveimur mánuðum borið í fimmtánda sinn! Sé horft til heildarframleiðslu Big Boukje 192 þá var meðalfitan í mjólk hennar 4,64% og meðalpróteinið 3,86%. Alls nam framleiðsla hennar tæplega 18 tonnum af mjólkurfitu og –próteini og eru væntanlega fáar kýr í heiminum sem slá henni við/SS.