Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Afurðafélagið Thise markaðssetur “grasmjólk”

15.05.2017

Danska afurðafélagið Thise, sem framleiðir m.a. skyr í umboði MS, er fyrst og fremst í framleiðslu á lífrænt vottuðum mjólkurvörum og hefur haft þar nokkra sérstöðu á dönskum markaði. Nú hafa hins vegar fleiri afurðafélög þar í landi farið sömu leið og er samkeppnin hörð. Því eru afurðafélögin ætíð í leit að nýjum tækifærum og sækja inn á markaðinn með nýjungar, svo neytendurnir haldi tryggð sinni við viðkomandi vörumerki eða fyrirtæki. Thise hefur, þrátt fyrir smæð sína, verið afar framarlega í vöruþróun og duglegt að koma með nýjungar á markaðinn og var t.d. fyrsta afurðafélagið í Danmörku sem hóf framleiðslu á skyri þar í landi.

Nú hefur Thise tilkynnt að enn ein nýjungin sé væntanleg, en það er svokölluð grasmjólk sem er mjólk sem kemur frá kúm sem fá ekki kjarnfóður eða annað gróffóður en það sem kemur frá grasi. Tilgangurinn er fyrst og fremst að þróa nýja vöru sem er mikilvægur þáttur í starfseminni er haft eftir Poul Pedersen, framkvæmdastjóra Thise í frétt í Landbrugsavisen. Þar segir hann ennfremur að ætli félagið að lifa af í samkeppninni verði það að koma með nýjungar reglulega. Hann telur að stóru félögin muni yfirtaka allan markað með drykkjarmjólk, rjóma og gula osta í framtíðinni og ætli Thise að lifa af í því umhverfi verði félagið að koma með spennandi nýjungar/SS.