
Afstaða bænda til ESB-viðræðna kynnt í ríkisstjórn
05.04.2011
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem greint er frá því að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi á föstudaginn var kynnt ríkisstjórn Íslands ályktun Búnaðarþings vegna aðildarviðræðna Íslands við ESB. Var það gert í framhaldi af fundi sem fulltrúar BÍ áttu með ráðherra í kjölfar þingsins. Í ályktun um ESB-málin og varnarlínur bænda fóru samtökin fram á það að hún yrði kynnt ríkisstjórn Íslands.
Ályktun BÍ og varnarlínur
Ályktun BÍ og varnarlínur