Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála lækkar sektargreiðslu BÍ

25.05.2009

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur kveðið upp þann úrskurð að Bændasamtök Íslands hafi brotið gegn samkeppnislögum eins og Samkeppniseftirlitið hafði komist að niðurstöðu um í úrskurði sínum 6. mars sl. Hins vegar lækkaði nefndin sektina sem BÍ ber að greiða úr 10 milljónum í 7,5 milljónir króna. Þá felldi nefndin úr gildi tilmæli eftirlitsins um aðgerðir til að koma í veg fyrir að samskonar brot verði endurtekin. Taldi nefndin tilmælin of almenn og ekki fullnægja skilyrðum stjórnsýsluréttar um skýrleika stjórnvaldsfyrirmæla, auk þess sem þau hafi augsýnilega ekki verið unnin í samráði við Bændasamtökin.

Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Bændasamtök Íslands hefði brotið gegn samkeppnislögum með aðgerðum sem miðuðu að því að hækka verð á búvörum. Átti brotið sér stað í tengslum við Búnaðarþing sem haldið var í mars 2008 og fólust einkum í ályktun kjaranefndar bænda þar sem sagði m.a.: "við þessar aðstæður leggur Búnaðarþing 2008 áherslu á að afurðaverð til bænda verður að hækka í samræmi við aukinn tilkostnað".

Var brotið talið snúa að búvörum sem ekki lúta opinberri verðlagningu skv. búvörulögum, s.s. kjúklingum, eggjum, grænmeti og svínakjöti. Í áfrýjun sinni töldu Bændasamtökin sig ekki hafa brotið lögin enda falli aðgerðir þeirra ekki undir ákvæði samkeppnislaga. Áfrýjunarnefndin staðfesti hins vegar úrskurð eftirlitsins.

Búnaðarþing heldur velli
Nefndin taldi hæfilegt að lækka sekt BÍ í 7,5 milljónir króna og vísaði í því sambandi til þess að um fyrsta brot BÍ væri að ræða og að opinskáar umræður hefðu lengi viðgengist á vettvangi BÍ án afskipta. Í frétt á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins segir að í kjölfar þessa úrskurðar muni eftirlitið "setja sig í samband við BÍ til að tryggja að settar verði skýrar vinnureglur sem tryggi að á vettvangi BÍ eigi sér ekki aftur stað ólögmætt verðsamráð".

Eiríkur Blöndal framkvæmdastjóri BÍ sagði um þessa niðurstöðu áfrýjunarnefndar að það mikilvæga væri að tilmælin í 3. gr. úrskurðarins væru felld úr gildi sem þýði að ekki tókst að sundra Búnaðarþingi, það haldi velli. Auk þess hafi sektin verið lækkuð sem sé alltaf til bóta.

Úrskurðinn í heild sinni er að finna hér.