Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Áframhaldandi söluaukning í ostum og viðbiti

06.09.2006

Það sem af er ári hefur verið stöðug söluaukning í ostum og viðbiti. Í viðbitinu er söluaukningin 6,1%, þar af er aukning í smjörsölu 6,4% og 5,9% aukning í sölu á smjörva. Í ostum er aukningin 4,9%. Mesta hlutfallslega aukningin er í sölu á 11% osti, heil 91%, fer úr 22 tonnum í 43 tonn. Mjög góð viðbót er einnig í 26% osti eða 3,1%. Það sem munar þó mest um er 13% aukning í sölu á rifnum ostum, þar fer salan úr 493 tonnum í 557 tonn. Þetta eru mjög ánægjuleg tíðindi fyrir kúabændur, þar sem til að framleiða hvert kg af osti og smjöri þarf marga lítra af mjólk.

Þess ber að geta að á þeim tíma sem hér um ræðir, 1.1.-6.9 er liðinn einum söludegi fleira í ár en á sama tímabili árið 2005.