Beint í efni

Áframhaldandi samdráttur í mjólkurframleiðslunni

05.01.2004

Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði var innvigtun mjólkur í desember  4,6% minni en á sama tíma fyrir ári. Því til viðbótar voru fleiri sk. innvigtunardagar í desember sl. þannig að gera má ráð fyrir að samdrátturinn sé enn meiri.

Heildarframleiðsla mjólkur frá september til ársloka er um 5% minni en á sama tíma fyrir ári og ljóst að fljótlega þarf að taka ákvörðun um kaup á umframmjólk, ef kúabændur eiga að ná að bregðast við þessum mikla framleiðslusamdrætti.