Beint í efni

Áfram slök sala á mjólkurvörum

20.04.2011

Samkvæmt yfirliti frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði var sala á mjólkurvörum í mars var heldur minni í ár en á sama tíma í fyrra. Sölusamdráttur á próteingrunni var 9,11% en 7,69% á fitugrunni. Enginn vöruflokkur sýndi aukningu í mánuðinum. Þegar litið er til síðustu 12 mánaða er samdráttur í sölu á próteingrunni 2,70% og heildarsalan einungis 113,7 milljónir lítra, eða 2.300 þús. lítrum undir greiðslumarki yfirstandandi árs. Á fitugrunni er samdráttur í 12 mánaða sölu 2,23%, heildarsalan einungis 109,7 milljónir lítra.

 

Þessu samhliða er framleiðslan í ár töluvert minni en í fyrra og munar þar um 2,51% á milli ára. Alls hafa kúabú landsins nú framleitt 31,0 milljónir lítra mjólkur á fyrstu þremur mánuðum ársins, en í fyrra var framleiðslan á sama tíma 31,8 milljónir lítra. /SS