Beint í efni

Áfram góð sala á nautakjöti

11.05.2010

Ágæt sala var á nautgripakjöti í apríl sl. og var hún alls 304 tonn, sem er 9% meira en í apríl 2009. Sölusamdráttur var í öðrum kjöttegundum m.v. sama mánuð í fyrra. Þegar litið er til síðustu 12 mánaða er salan 3.820 tonn, sem er 6,2% meira en árið þar á undan.

 Þegar litið er til sölu á einstökum flokkum nautgripakjöts síðustu 12 mánuði, eru ungneyti langsamlega fyrirferðarmest með 2.210 tonn (+5,3%), af kýrkjöti seldust 1.541 (+6%) tonn og 69 tonn af kálfakjöti (-4,5%).

 

Innflutningur á nautgripakjöti dregst enn saman, á fyrstu þremur mánuðum ársins voru flutt inn 19 tonn, á móti tæpum 34 tonnum á sama tíma í fyrra.

 

Heildarinnflutningur á kjöti var rétt 100 tonn á tímabilinu, á móti 214 tonnum á sama tíma í fyrra.

 

Það sem af er ári hafa einnig verið flutt út tæp 83 tonn af svínakjöti, en útflutningur á svínakjöti hefur enginn verið svo árum skiptir.

 

Þá er rétt að halda því til haga að verð til framleiðenda nautgripakjöts hefur nú verið óbreytt í 26 mánuði samfleytt.