Beint í efni

Afleysingar á gossvæðinu hefjast 5. júlí

24.06.2010

Afleysingar á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli á vegum Búnaðarsambands Suðurlands, Bændasamtaka Íslands og Félags kúabænda á Suðurlandi hefjast þann 5. júlí. Þeir bændur sem hug hafa á að nýta sér hana eru beðnir að hafa samband við Svein Sigurmundsson hjá BSSL í síma 480 1800 eða í netfangið sveinn@bssl.is.

Markmiðið með afleysingaþjónustunni er að bændafjölskyldur geti tekið sér frí frá bústörfum í 2-7 daga í senn. Afleysingaþjónustan er m.a. fjármögnuð með styrktarfé sem norskir bændur öfluðu.