Beint í efni

Afkvæmasýningar stóðhesta á árinu 2010

14.06.2010

Vegna frestunar landsmóts hestamanna hefur fagráð í hrossarækt ákveðið eftirfarandi:
Ef áhugi stóðhestseigenda er fyrir hendi verður boðið uppá hefðbundnar afkvæmasýningar stóðhesta á viðburðunum sem áætlaðir eru um verslunarmannahelgina, Fákaflugi í Skagafirði og Hestafjöri 2010 á Gaddstaðaflötum.

Vegna undirbúnings er áríðandi að eigendur mögulegra hesta setji sig í samband við undirritaðan sem fyrst í síma 892-0619 eða ga@bondi.is

Guðlaugur V. Antonsson
Hrossaræktarráðunautur BÍ.