Beint í efni

Afkvæmarannsóknir á hrútum fyrir kjötgæðaeiginleika haustið 2009

10.05.2010

Haustið 2009 var umfang afkvæmarannsókna á hrútum sem unnar voru á vegum búnaðarsambandanna um allt land meira en nokkru sinni. Rannsóknir voru gerðar á samtals 269 búum og voru yfir 2.400 afkvæmahópar sem þar fengu sinn dóm. Allar niðurstöður úr einstökum rannsóknum hafa nú verið settar á vefinn og má sjá hér. Þarna má finna allar helstu meðaltalstölur fyrir hvern einstakan afkvæmahóp ásamt einkunnum hrúta í rannsókninni. Þarna er einnig að finna umsögn í texta um rannsóknina á hverju einstöku búi sem tók þátt í þessu starfi haustið 2009. Um leið er bent á að þarna er einnig að finna allar eldri niðurstöður rannsókna allt aftur til haustsins 2002.

Afkvæmarannsóknir 2009