Afkoma bandarískra bænda að glæðast
10.07.2003
Samkvæmt útreikningum bandaríska landbúnaðarráðuneytisins mun meðalvelta þarlendra bænda aukast á þessu ári um 53% frá fyrra ári. Ástæðan er fyrst og fremst lágt gengi á dollar, sem hefur hjálpað við að styrkja og efla stöðu bandarískra landbúnaðarvara víða um heim. Þá hefur bandaríska ríkisstjórnin jafnframt aukið nokkuð styrki til landbúnaðar. Þessu samhliða er útlit fyrir að kornrækt skili 10% auknum verðmætum miðað við fyrra ár og jafnframt er búist við hækkandi verði á svína- og nautakjöti.