Beint í efni

Afimilk með burðarvaka

05.12.2016

Ísraelska fyrirtækið Afimilk hefur nú sett á markað burðarvaka, þ.e. sjálfvirkt vöktunarkerfi sem lætur bændur vita þegar kýr er að bera. Þetta er ekki fyrsta tæki sinnar tegundar sem gerir þetta en þau tæki sem fyrir eru á markaðinum eru yfirleitt sett í skeið kýrinnar og láta svo vita þegar kýrin ber.

 

Tæknin sem Afimilk notar er einkar áhugaverð en settur er skynjari á fót kýrinnar sem svo nemur hreyfingar hennar. Þegar hún ber nemur svo flókinn tölvubúnaður úr þeim skilaboðum sem skynjarinn sendir frá sér og lætur bóndann vita með SMS sendingu, sé það mat kerfisins að burður sé í námd. Búnaðurinn lætur einnig vita ef burðurinn hefur dregist á langinn svo dæmi sé tekið. Þessi búnaður nýtist einnig til annarra hluta s.s. um legutíma kúa/SS.