
Af því að nautasteik er ótrúlega góð!
22.04.2005
Niðurstöður könnunar á neytendasíðu Landssambands kúabænda, www.kjot.is sýna svart á hvítu að Íslendingar kjósa íslenskt nautakjöt á diskinn sinn af því að þeim finnst það einfaldlega ótrúlega gott. Könnunin, sem staðið hefur yfir meðal notenda síðunnar að undaförnu, sýndi eftirfarandi niðurstöður:
Þeir sem völdu nautakjöt, af því að það er alltaf svo ótrúleg gott, voru 55% þátttakenda. Næsti hópur, 21%, valdi nautakjöt af því að það er fitulítið og ferskt íslenskt nýmeti. Þriðji hópurinn, 15,9 %, kaus nautakjöt af því að það er svo ótrúlega fljótlegt og auðvelt í eldun. Þátttakendur í þessari óformlegu könnun voru um 500 talsins.