Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Ætla að útrýma júgurbólgubakteríu

08.06.2018

Kúabændur í Nýja-Sjálandi og ríkisstjórn landsins hafa nú tekið höndum saman um afar athyglisvert verkefni, en það snýst um að reyna að útrýma bakteríunni Mycoplasma bovis en hún hún uppgötvaðist nýlega í landinu og veldur bráðsmitandi þessi baktería júgurbólgu og öðrum alvarlegum sýkingum í nautgripum.

Bakterían hefur borist hratt um landið og nú hefur s.s. verið ákveðið að snúa vörn í sókn og eina þekkta leiðin til þess að stöðva smitið er að skera niður heilu hjarðirnar þar sem bakterían hefur greinst. Þetta er gríðarlega umfangsmikið verkefni og nú þegar hafa verið felldar 26 þúsund mjólkýr eða álíka margar og eru hér á landi. Samkvæmt núverandi áætlun þarf að fella mun fleiri kýr og er gert ráð fyrir að fella þurfi 126 þúsund kýr til viðbótar svo þetta átaksverkefni geti fræðilega séð gengið eftir. Þetta er lang umfangsmesti niðurskurður sem ráðist hefur verið í, í Nýja-Sjálandi.

Kostnaðaráætlun þessa átaksverkefnis hljóðar upp á um 60 milljarða íslenskra króna og er tímarammi þess 10 ár. Ríkisstjórnin mun greiða 2/3 af þessari upphæð en þriðjungurinn kemur frá búgreininni sjálfri. Ástæða þess að ríkisstjórnin kemur svona verklega að þessu átaki er að útflutningur mjólkurvara er skapar landinu næst mestar tekjur og skiptir það landið miklu máli að bændur geti haldið uppi mjólkurframleiðslunni.

Eins og lesa mátti um hér á naut.is fyrr í vikunni hefur Fonterra þegar gefið út að félagið ætli að greiða eitt hæsta afurðastöðvaverðið sem greitt hefur verið á þessum áratug og er það m.a. tengt spá um minni mjólkurframleiðslu á komandi framleiðsluári vegna þessa átaks/SS.