
Ætla að koma í veg fyrir vörusvik
15.02.2017
Í Bandaríkjunum og raunar víða um heim eru til sölu vörur sem líkjast mjólk, ostum og jógúrti en eru m.a. unnar úr sojabaunum og möndlum. Margar af þessum vörum hafa verið markaðssettar sem „mjólkurvörur“ með einum eða öðrum hætti og má þar t.d. nefna „sojamjólk“ sem dæmi. Nú hefur verið lagt fram lagafrumvarp þess efnis að einungis orðin mjólk, ostar og jógúrt megi nota um vörur sem unnar úr afurðum sem koma frá klaufdýrum og með því tryggja að ekki séu seldar matvörur í Bandaríkjunum á fölskum forsendum.
Með þessu frumvarpi til laga er tekið afar stórt og mikilvægt skref til þess að vernda hefðbundnar mjólkurvörur og taka bandarísk stjórnvöld þar með undir kröfu alþjóðastofnunarinnar CODEX, sem er hluti af Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sem hafa lagt áherslu á réttmæta skilgreiningu mjólkur og mjólkurvara/SS.