Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Ætla að endurrækta 1300 ha!

25.05.2007

Síðan laust fyrir síðustu mánaðamót hefur verið í gangi hér á naut.is könnun á því hversu mikið svarendur hennar endurrækta af túni. Könnunin hefur runnið sitt skeið á enda og voru svarendur 166, þar af voru 15 sem ekkert endurræktuðu.

Að jafnaði höfðu bændur hug á að endurrækta 8,5 ha sem þýðir að tæplega 1300 ha fara undir plóg þetta árið. Það jafngildir túnstærð 20-25 jarða. Niðurstöður vefkannananna sem þessarar ber ætíð að taka með nokkrum fyrirvara, en leyfi maður sér að yfirfæra þessar niðurstöður á öll kúabú, sem nú eru ca. 750 talsins, má ætla að kúabændur landsins endurrækti ríflega 6.000 hektara á ári. Ekki er þó með öllu loku fyrir það skotið að einhverjir svarendur stundi annars konar búskap en nautgriparækt, þannig að endurræktunin er ekki einskorðuð við kúabú.