Beint í efni

Aðstoð við bændur á hamfarasvæðum rædd á Alþingi

17.05.2010

Breyting á lögum um Bjargráðasjóð og lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum – stuðningur við bændur á náttúruhamfarasvæðum, verður tekið til 1. umræðu á Alþingi í dag. Í lagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að 80 milljón kr. hámark á framlagi ríkissjóðs í Bjargráðasjóð verði fellt niður. Alþingi geti á fjárlögum hvers árs ákveðið að veita hærri upphæð til sjóðsins vegna tjóns sem hamfarirnar valda. Breytingar á búvörulögum lúta að því að gefa bændum á hamfarasvæðum kost á að njóta óskertra beingreiðslna um tíma, meðan að „framleiðsluskilyrði eru færð til betri vegar á jörðum þeirra, enda leggi þeir greiðslumark inn til geymslu, sbr. 3. mgr. 52. gr. búvörulaga, eða geri samning við bændur á öðrum býlum um framleiðslu. Slíkur samningur gæti komið til samhliða því að kýr yrðu fluttar milli bæja“.

Frumvarpið, ásamt athugasemdum má sjá í heild sinni hér.